Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2024 06:30 Tugþúsundir flúðu heimili sín í kjölfar viðvarana Ísraelshers í gær og á myndum má sjá hvernig umferðaröngþveiti myndaðist. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira