Stuðningsmenn gengu berserksgang og þjálfarinn fann fyrir því Aron Guðmundsson skrifar 24. september 2024 11:01 Aleksandar Stanojević hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Partizan upp á síðkastið Skjáskot Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. Þetta var þriðji nágrannaslagurinn í röð sem Rauða stjarnan vinnur en leikur gærkvöldsins var sá stærsti síðan árið 1998 þegar að Rauða stjarnan vann viðureign liðanna þá einnig með fjögurra marka mun. Stuðningsmenn Partizan Belgrad sérstaklega erfitt að tapa fyrir erkifjendunum og frammistaða þeirra manna í gær vakti upp óeirðir. Það vakti sérstaka athygli að á blaðamannafundi eftir leik mætti þjálfari Partizan Aleksandar Stanojevic, sem var á sínum tíma leikmaður og hefur á þremur mismunandi tímapunktum á sínum þjálfaraferli tekið við þjálfun Partizan, með plástra á andlitinu. „Óánægðir stuðningsmenn okkar brutu gler í búningsklefanum en það er engin ástæða til þess að blása þetta upp,“ sagði Alexsandar sem gerði lítið úr málavendingunum. „Það urðu engin átök, engin líkamleg átök. Ekkert drama,“ bætti hann við og sagði tap gærkvöldsins það versta á sínum ferli. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Það er mér að kenna hvernig við töpuðum þessum leik. Okkur til skammar og fyrir mig versta tapið á ferlinum.“ Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Partizan á yfirstandandi tímabili og er liðið án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum og tapið í gær var það annað í röð í deildinni. Partizan er sem stendur í 9.sæti serbnesku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir sjö umferðir. Ellefu stigum á eftir Rauðu stjörnunni sem situr á toppi deildarinnar. Serbía Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
Þetta var þriðji nágrannaslagurinn í röð sem Rauða stjarnan vinnur en leikur gærkvöldsins var sá stærsti síðan árið 1998 þegar að Rauða stjarnan vann viðureign liðanna þá einnig með fjögurra marka mun. Stuðningsmenn Partizan Belgrad sérstaklega erfitt að tapa fyrir erkifjendunum og frammistaða þeirra manna í gær vakti upp óeirðir. Það vakti sérstaka athygli að á blaðamannafundi eftir leik mætti þjálfari Partizan Aleksandar Stanojevic, sem var á sínum tíma leikmaður og hefur á þremur mismunandi tímapunktum á sínum þjálfaraferli tekið við þjálfun Partizan, með plástra á andlitinu. „Óánægðir stuðningsmenn okkar brutu gler í búningsklefanum en það er engin ástæða til þess að blása þetta upp,“ sagði Alexsandar sem gerði lítið úr málavendingunum. „Það urðu engin átök, engin líkamleg átök. Ekkert drama,“ bætti hann við og sagði tap gærkvöldsins það versta á sínum ferli. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Það er mér að kenna hvernig við töpuðum þessum leik. Okkur til skammar og fyrir mig versta tapið á ferlinum.“ Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Partizan á yfirstandandi tímabili og er liðið án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum og tapið í gær var það annað í röð í deildinni. Partizan er sem stendur í 9.sæti serbnesku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir sjö umferðir. Ellefu stigum á eftir Rauðu stjörnunni sem situr á toppi deildarinnar.
Serbía Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira