Milljónir úr launaumslögum til vopnakaupa Ástþór Magnússon skrifar 24. september 2024 11:31 Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú á að seilast í launaseðla starfsmanna Íslenskra fyrirtækja og taka frá hverjum starfsmannahóp milljónir króna til vopnakaupa. Tugi milljóna úr vösum starfsmanna stærri fyrirtækja. Hver fjölskylda greiði 400 þúsund krónur til stríðsreksturs Hver fjölskylda með fjóra vinnandi einstaklinga á að greiða yfir hundrað þúsund krónur til bandarískra vopnaframleiðenda. Enginn sleppur, þetta verður rifið af launþegum að þeim forspurðum. Lítil og stór fyrirtæki, sjómenn og allur almenningur í landinu hvort sem þeir starfa hárgreiðslu, ferðaþjónustu eða annað þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna. Framlagið á að vera yfir 100 þúsund á hvern kjósanda á kjörtímabilinu. 7 milljarðar á ári til hernaðar Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn. Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi: „Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári. Þú getur stöðvað þetta brjálæði Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú á að seilast í launaseðla starfsmanna Íslenskra fyrirtækja og taka frá hverjum starfsmannahóp milljónir króna til vopnakaupa. Tugi milljóna úr vösum starfsmanna stærri fyrirtækja. Hver fjölskylda greiði 400 þúsund krónur til stríðsreksturs Hver fjölskylda með fjóra vinnandi einstaklinga á að greiða yfir hundrað þúsund krónur til bandarískra vopnaframleiðenda. Enginn sleppur, þetta verður rifið af launþegum að þeim forspurðum. Lítil og stór fyrirtæki, sjómenn og allur almenningur í landinu hvort sem þeir starfa hárgreiðslu, ferðaþjónustu eða annað þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna. Framlagið á að vera yfir 100 þúsund á hvern kjósanda á kjörtímabilinu. 7 milljarðar á ári til hernaðar Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn. Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi: „Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári. Þú getur stöðvað þetta brjálæði Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar