Það á ekki að vera dekur að geta sótt sér sálfræðiþjónustu Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 25. september 2024 11:30 Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun