Er lýðræðislegt að senda vopn til Úkraínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 25. september 2024 12:02 Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun