Íslenska er ekki eina málið Lilja Magnúsdóttir skrifar 25. september 2024 13:31 Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar