Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir skrifar 25. september 2024 14:32 Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar