Sigvaldi Björn gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í fjögurra marka sigri sinna manna á RK Zagreb, lokatölur 29-25. Það sem meira er, mörkin 11 skoraði Sigvaldi Björn úr aðeins 13 skotum.
𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓
— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024
A brilliant 𝑺𝒊𝒈𝒗𝒂𝒍𝒅𝒊 𝑮𝒖𝒅𝒋𝒐𝒏𝒔𝒔𝒐𝒏 scores 11 goals to guide 𝐊𝐨𝐥𝐬𝐭𝐚𝐝 𝐇𝐚̊𝐧𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 past 𝐇𝐂 𝐙𝐚𝐠𝐫𝐞𝐛 29:25, securing their first points of the season 👏#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/DtCtGqc6G0
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þá tvö mörk í liði Kolstad og gaf tvær stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson kom ekki við sögu í kvöld.
Í Danmörku fóru Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon mikinn en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 33-33.
Gísli Þorgeir var bæði marka- og stoðsendingahæstur í liði gestanna með sjö mörk og fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Ómar Ingi með sex mörk og tvær stoðsendingar.
Lovely spin 🌪️🤌#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/mPp68iYm9e
— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024
Eftir leiki kvöldsins er Magdeburg í 2. sæti B-riðils með þrjú stig að loknum þremur leikjum á meðan Kolstad er með tvo stig að loknum þremur leikjum. Það má því með sanni segja að staðan sé mjög jöfn en enn eiga þó nokkur lið eftir að leika í 3. umferð.