Horfið á möguleikana í samfélagslegri ábyrgð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. september 2024 09:03 Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast. Með því að aðlaga vinnuumhverfi sitt, geta þessi fyrirtæki skapað nýtt líf fyrir fanga í og eftir afplánun og styrkt samfélagslega ábyrgð sína um leið. Eitt af lykilatriðum í aðlögun stórra fyrirtækja á vinnumarkaði fyrir fanga, væri að innleiða sveigjanleg störf sem taka mið af þörfum og hæfni hvers og eins. Vistmenn fangelsa gætu unnið að verkefnum sem byggja á þeirra styrkleikum, áfangaskipulögðum námskeiðum eða sértækum iðngreinum, sem færa þeim ekki aðeins starfsreynslu heldur einnig menntun og hæfni til að fá störf eftir afplánun. Þessi verkefni gætu verið tengd framleiðslu, þjónustu eða tæknilegum störfum, allt eftir stefnu fyrirtækisins. Slík nálgun eykur ekki aðeins starfsþjálfun fanga, heldur færir þeim raunverulegan tilgang innan samfélagsins, jafnvel á meðan á afplánun stendur. Fyrirtækin sem taka þátt myndu í raun styðja við aðlögun fanga að venjulegum vinnumarkaði og stuðla þannig að lækkun endurkomutíðni fanga í fangelsi. Auk þess gæti þetta dregið úr félagslegri einangrun þeirra og aukið sjálfsvirðingu, sem oft er skert eftir langa fangavist. Þegar fangar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum og öðlast nýja hæfileika í náinni samvinnu við stórfyrirtæki, getur það haft víðtæk áhrif á endurhæfingu þeirra og aðlögun að samfélaginu eftir afplánun. Hólmsheiði gæti orðið staður þar sem atvinnulíf og fangelsismál tengjast beint, og skapa þannig gróskumikinn vettvang fyrir aukna samfélagslega ábyrgð. Það er kominn tími til að stíga skref fram á við og horfa á möguleikana í stað hindrana. Fyrirtæki með starfsemi nálægt fangelsum á Íslandi hafa einstakt tækifæri til að verða hluti af lausn sem færir samfélagið í heild til betri vegar. Með því að bjóða föngum störf og hæfileikaþjálfun, geta þessi fyrirtæki orðið leiðandi í samfélagslegri þróun sem eykur aðlögun, sjálfsvirðingu og framtíðarhorfur þeirra sem annars gætu misst vonina. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast. Með því að aðlaga vinnuumhverfi sitt, geta þessi fyrirtæki skapað nýtt líf fyrir fanga í og eftir afplánun og styrkt samfélagslega ábyrgð sína um leið. Eitt af lykilatriðum í aðlögun stórra fyrirtækja á vinnumarkaði fyrir fanga, væri að innleiða sveigjanleg störf sem taka mið af þörfum og hæfni hvers og eins. Vistmenn fangelsa gætu unnið að verkefnum sem byggja á þeirra styrkleikum, áfangaskipulögðum námskeiðum eða sértækum iðngreinum, sem færa þeim ekki aðeins starfsreynslu heldur einnig menntun og hæfni til að fá störf eftir afplánun. Þessi verkefni gætu verið tengd framleiðslu, þjónustu eða tæknilegum störfum, allt eftir stefnu fyrirtækisins. Slík nálgun eykur ekki aðeins starfsþjálfun fanga, heldur færir þeim raunverulegan tilgang innan samfélagsins, jafnvel á meðan á afplánun stendur. Fyrirtækin sem taka þátt myndu í raun styðja við aðlögun fanga að venjulegum vinnumarkaði og stuðla þannig að lækkun endurkomutíðni fanga í fangelsi. Auk þess gæti þetta dregið úr félagslegri einangrun þeirra og aukið sjálfsvirðingu, sem oft er skert eftir langa fangavist. Þegar fangar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum og öðlast nýja hæfileika í náinni samvinnu við stórfyrirtæki, getur það haft víðtæk áhrif á endurhæfingu þeirra og aðlögun að samfélaginu eftir afplánun. Hólmsheiði gæti orðið staður þar sem atvinnulíf og fangelsismál tengjast beint, og skapa þannig gróskumikinn vettvang fyrir aukna samfélagslega ábyrgð. Það er kominn tími til að stíga skref fram á við og horfa á möguleikana í stað hindrana. Fyrirtæki með starfsemi nálægt fangelsum á Íslandi hafa einstakt tækifæri til að verða hluti af lausn sem færir samfélagið í heild til betri vegar. Með því að bjóða föngum störf og hæfileikaþjálfun, geta þessi fyrirtæki orðið leiðandi í samfélagslegri þróun sem eykur aðlögun, sjálfsvirðingu og framtíðarhorfur þeirra sem annars gætu misst vonina. Höfundur er formaður Afstöðu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun