Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2024 11:00 Inga Sæland sagði hér allt á hverfanda hveli, vargöld ríkir og ekki er reynt að ráðast gegn rót vandans. Flokkur fólksins stendur hins vegar vaktiina. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira