Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? Anton Sveinn McKee skrifar 26. september 2024 14:01 Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun