Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 20:31 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent