Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 21:15 Páll Steingrímsson er ósáttur við að lögreglan sé hætt að rannsaka hvernig síma hans var stolið. Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll. Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll.
Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26