Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 12:33 Kristrún hér með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hún vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í nýrri grein á Vísi. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.”
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira