Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 12:33 Kristrún hér með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hún vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í nýrri grein á Vísi. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.”
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira