Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 14:01 Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira