Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 27. september 2024 13:31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun