„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 17:03 Helena Ólafsdóttir þjálfaði bæði Gígju Valgerði Harðardóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur en til skamms tíma. stöð 2 sport Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira