Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 16:57 Jón Gnarr bauð sig fram til forseta í vor. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón. Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira