Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 16:57 Jón Gnarr bauð sig fram til forseta í vor. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón. Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira