Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2024 21:37 Dortmund kom til baka í kvöld. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi. Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira