Tékkar sköpuðu sér gott forskot í fyrri hálfleik og voru yfir að honum loknum, 14-8.
Ísland endaði því í þriðja sæti mótsins en liðið vann félagsliðið Házená Kynzvart í gær, 35-25, eftir tap gegn Pólverjum í fyrsta leik, 26-15. Pólland vann mótið og Tékkland endað í 2. sæti.
Samkvæmt frétt Handbolta.is var Lilja Ágústsdóttir ekki með Íslandi í dag vegna ökklameiðsla sem hún varð fyrir í gær. Þar segir jafnframt að Elín Klara Þorkelsdóttir hafi verið valin besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Hún skoraði fjögur mörk í dag og var næstmarkahæst á eftir Perlu Ruth Albertsdóttur sem skoraði sjö mörk, þar af fimm úr vítum.
Mörk Íslands, samkvæmt Handbolta.is: Perla Ruth Albertsdóttir 7/5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Andrea Jacobsen 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Katrín Anna Ásmunsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 11.