Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 07:02 Mosfellingar verða með þeim bestu á næsta ári, í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Þeir fögnuðu vel í Laugardalnum í gær. vísir/Anton Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta. Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta.
Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands
Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00