Erlent

Segir Harris veika á geði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Wisconsin í kvöld.
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Wisconsin í kvöld. AP

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin.

„Kamala er veik á geði (mentally impaired) ... Joe Biden varð veikur á geði með árunum en Kamala fæddist þannig. Ef þú hugsar um það þá þarf maður að vera andlega fatlaður til að leyfa svona hlutum að gerast,“ sagði Trump.

„Hugsið um þetta, 13,099 dæmdir morðingjar. Þeir eru allir í landinu okkar núna. Ég er búinn að vera segja þetta í þrjú ár, hún hleypti nauðgurum, gengjum, dópsölum, og barnaníðingum inn í landið.“

Trump segir að Bandaríkin muni tapa menningu sinni verði ekki farið í að flytja innflytjendur úr landi.

„Við verðum að skila þessu fólki til síns heima. Við höfum ekki annarra kosta völ. Annars munum við glata menningu okkar, landinu okkar, við munum sjá glæpatíðni eins og við höfum aldrei séð hana áður,“ sagði Trump.

Harris kynnti sjálf harðari stefnu gagnvart innflytjendum en verið hefur í hennar valdatíð, og ræða Trumps var einhvers konar andsvar við því.

Fréttir Dailymail og Politico.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×