„Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. september 2024 15:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir er Menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Arnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þau þrjú ræddu komandi kosningavetur, stöðu ríkisstjórnarinnar og efnahagsmál. „Ég get tekið undir með Svandísi um það að mér finnst alltaf heppilegra að kjósa að vori, og þá ekki síst vegna starfa þingsins, að það sé ekki kosningabarátta yfir sumarið og fjárlögin svo í tímaþröng,“ segir Jódís, sem er í framboði til varaformanns Vintri grænna. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti það í vikunni að hún gæfi kost á sér til formanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem haldinn verður næstu helgi. Þá sagði hún í leiðinni að fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Skynsamlegt að landsfundurinn taki samtal um stjórnarsamstarfið Þá liggur fyrir að ályktun um möguleg stjórnarslit verði rædd á landsfundinum. Jódís segist ekki hafa myndað sér sérstaka skoðun á því, skynsamlegast sé landsfundurinn taki það samtal og svo verði ákvarðanir teknar í framhaldinu. „Svo ég sé alveg heiðarleg, þá var ég efins um það hvort það væri gott að fara áfram í samstarf eftir síðustu kosningar. En svona með þeim rökum eins og margir nota, að allar ríkisstjórnir séu betri með VG innanborðs, þá studdi ég það á sínum tíma,“ segir hún. Sjá einnig: Vilja ályktun um stjórnarslit á dagskrá hjá VG Hún segir að kjörtímabilið hafi verið þungt og mörg gríðarlega flókin mál hafi komið upp. Nú fari þessu samstarfi að ljúka og Vinstri græn þurfi að fara huga að því hvað gerist næst. Jódís segir að Vinstri græn þurfi að fara huga að því hvað gerist næst.Vísir/Vilhelm Formenn þurfi að setjast niður og ákveða hvenær kosningar verða „Það er auðvitað þannig og við vitum hvernig ríkisstjórnarsamstarf virkar, að það er auðvitað formannanna að setjast niður og taka ákvörðun um þetta, ef það á að boða snemma til kosninga,“ segir Lilja. Hún sjálf vilji klára kjörtímabilið. Hún segir að það skipti miklu máli að verðbólgan haldi áfram að lækka svo vextir geti farið að lækka. Það sé hagur allra. „Við sjáum hvernig staðan er, við náðum langtímakjarasamningum, verðbólgan er að lækka, hagvöxtur hefur verið mikill, þannig eins og formaðurinn sagði á sínum tíma þá er allt að koma,“ segir Lilja. Hún segir að verðbólgan hafi verið hærri á Íslandi en víða annars staðar, meðal annars vegna þess að „Covidið“ í ferðaþjónustunni hafi verið erfiðara fyrir okkur. Meira hafi verið sett í Covid-aðgerðir og Seðlabankinn hafi lækkað vexti meira hér, þannig það hafi alveg verið viðbúið að verðbólgan yrði hér hærri og það myndi taka aðeins lengri tíma. Lilja segir eðlilegt að klára kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm Vill kosningar fyrir áramót „Ég vil kjósa sem fyrst. Ekki í febrúar heldur enn fyrr, ég vil kosningar fyrir áramót,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir að löndin í kringum okkur hafi einnig gengið í gegnum Covid, og hafi einnig þurft að glíma við dýrari aðfangakeðjur og vörur vegna stríðs og séu í sömu aðstöðu og við hvað það varðar. Þrátt fyrir þetta séu vextir mun hærri hér en víða í Evrópu sem og verðbólga. Hann segir að það sé engin meiri pólitísk óvissa en þegar þessi ríkisstjórn situr við völd. „Það er verið að ræða orkumál, útlendingamál, flokkarnir hafa verið að rífast um þetta núna að undanförnu, þau ná ekki saman um þetta. Það sama má segja um ríkisfjármálin, við vitum hvað það er langt á milli VG og Sjálfstæðismanna,“ segir hann. Sigmar segir að ríkisstjórnin nái ekki saman um stærstu málin og að pólitísk óvissa ríki meðan þau eru við völd.Vísir/Arnar Hann segir að eyða þurfi pólitískri óvissu með kosningum. Lilja segir að hagvöxtur á Íslandi hafi verið mun meiri en á Evrusvæðinu síðustu ár. Okkar hagvöxtur sé meira í takt við það sem hafi verið að gerast í bandaríska hagkerfinu. „Þess vegna er ég svo ekki hlynnt því að við förum í Evrópusambandið, vegna þess að við sjáum ríki eins og okkar, þar sem við höfum í raun og veru verið að kæla hagkerfið okkar af því það er svo mikill kraftur í því og þess vegna hefur það tekið lengri tíma hjá okkur að láta verðbólguna minnka,“ segir Lilja. Viðtölin eru lengri og hlusta má á þáttinn í heild sinni hér: Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Tengdar fréttir Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þau þrjú ræddu komandi kosningavetur, stöðu ríkisstjórnarinnar og efnahagsmál. „Ég get tekið undir með Svandísi um það að mér finnst alltaf heppilegra að kjósa að vori, og þá ekki síst vegna starfa þingsins, að það sé ekki kosningabarátta yfir sumarið og fjárlögin svo í tímaþröng,“ segir Jódís, sem er í framboði til varaformanns Vintri grænna. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti það í vikunni að hún gæfi kost á sér til formanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem haldinn verður næstu helgi. Þá sagði hún í leiðinni að fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Skynsamlegt að landsfundurinn taki samtal um stjórnarsamstarfið Þá liggur fyrir að ályktun um möguleg stjórnarslit verði rædd á landsfundinum. Jódís segist ekki hafa myndað sér sérstaka skoðun á því, skynsamlegast sé landsfundurinn taki það samtal og svo verði ákvarðanir teknar í framhaldinu. „Svo ég sé alveg heiðarleg, þá var ég efins um það hvort það væri gott að fara áfram í samstarf eftir síðustu kosningar. En svona með þeim rökum eins og margir nota, að allar ríkisstjórnir séu betri með VG innanborðs, þá studdi ég það á sínum tíma,“ segir hún. Sjá einnig: Vilja ályktun um stjórnarslit á dagskrá hjá VG Hún segir að kjörtímabilið hafi verið þungt og mörg gríðarlega flókin mál hafi komið upp. Nú fari þessu samstarfi að ljúka og Vinstri græn þurfi að fara huga að því hvað gerist næst. Jódís segir að Vinstri græn þurfi að fara huga að því hvað gerist næst.Vísir/Vilhelm Formenn þurfi að setjast niður og ákveða hvenær kosningar verða „Það er auðvitað þannig og við vitum hvernig ríkisstjórnarsamstarf virkar, að það er auðvitað formannanna að setjast niður og taka ákvörðun um þetta, ef það á að boða snemma til kosninga,“ segir Lilja. Hún sjálf vilji klára kjörtímabilið. Hún segir að það skipti miklu máli að verðbólgan haldi áfram að lækka svo vextir geti farið að lækka. Það sé hagur allra. „Við sjáum hvernig staðan er, við náðum langtímakjarasamningum, verðbólgan er að lækka, hagvöxtur hefur verið mikill, þannig eins og formaðurinn sagði á sínum tíma þá er allt að koma,“ segir Lilja. Hún segir að verðbólgan hafi verið hærri á Íslandi en víða annars staðar, meðal annars vegna þess að „Covidið“ í ferðaþjónustunni hafi verið erfiðara fyrir okkur. Meira hafi verið sett í Covid-aðgerðir og Seðlabankinn hafi lækkað vexti meira hér, þannig það hafi alveg verið viðbúið að verðbólgan yrði hér hærri og það myndi taka aðeins lengri tíma. Lilja segir eðlilegt að klára kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm Vill kosningar fyrir áramót „Ég vil kjósa sem fyrst. Ekki í febrúar heldur enn fyrr, ég vil kosningar fyrir áramót,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir að löndin í kringum okkur hafi einnig gengið í gegnum Covid, og hafi einnig þurft að glíma við dýrari aðfangakeðjur og vörur vegna stríðs og séu í sömu aðstöðu og við hvað það varðar. Þrátt fyrir þetta séu vextir mun hærri hér en víða í Evrópu sem og verðbólga. Hann segir að það sé engin meiri pólitísk óvissa en þegar þessi ríkisstjórn situr við völd. „Það er verið að ræða orkumál, útlendingamál, flokkarnir hafa verið að rífast um þetta núna að undanförnu, þau ná ekki saman um þetta. Það sama má segja um ríkisfjármálin, við vitum hvað það er langt á milli VG og Sjálfstæðismanna,“ segir hann. Sigmar segir að ríkisstjórnin nái ekki saman um stærstu málin og að pólitísk óvissa ríki meðan þau eru við völd.Vísir/Arnar Hann segir að eyða þurfi pólitískri óvissu með kosningum. Lilja segir að hagvöxtur á Íslandi hafi verið mun meiri en á Evrusvæðinu síðustu ár. Okkar hagvöxtur sé meira í takt við það sem hafi verið að gerast í bandaríska hagkerfinu. „Þess vegna er ég svo ekki hlynnt því að við förum í Evrópusambandið, vegna þess að við sjáum ríki eins og okkar, þar sem við höfum í raun og veru verið að kæla hagkerfið okkar af því það er svo mikill kraftur í því og þess vegna hefur það tekið lengri tíma hjá okkur að láta verðbólguna minnka,“ segir Lilja. Viðtölin eru lengri og hlusta má á þáttinn í heild sinni hér:
Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Tengdar fréttir Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24