„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 22:33 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt og söng aðeins með stuðningsmönnum eftir leik.. vísir / pawel „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki