Erlent

Ísraelar herja á mið­borg Beirút

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Af vettvangi árásarinnar í miðborg Beirút.
Af vettvangi árásarinnar í miðborg Beirút. x

Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 

Samkvæmt fyrstu fregnum af árásunum lentu eldflaugaskot í nágrenni fjölfarinna gatnamóta sem nefnast Kola í miðborginni. Þetta eru fyrstu árásirnar utan suðurhluta Beirút sem virðast hafa verið skotmark Ísraela frá því að þeir hófu árásinar. 

Myndir sem berast af vettvangi sýna hluta íbúablokkar gjöreyðilagða eftir eldflaugar og það sem virðist vera lík manns á gangstéttinni þar fyrir framan. Um er að ræða þekkt svæði í Beirút þar sem leigubílar og rútur safnast saman til að sækja farþega.

Með árásunum er alls óvíst hvaða svæði eru örugg í Beirút en Ísraelar hafa nú þegar drepið rúmlega hundrað manns í Beirút og víðar í Líbanon frá því að árásir hófu fyrir um viku. Þá beindust þær að sögn ísraelska hersins að háttsettum meðlimum Hezbollah-samtakanna. Leiðtogi þeirra var drepinn í einni árásinni aðfaranótt laugardags.

Ísraelar standa á sama tíma í árásum á bækistöðvar Húta í Yemen. Fjórir voru drepnir í árás þeirra á Hodeidah-höfn í Yemen í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×