Boðað til fundar ráðuneyta og nefnda Alþingis um Ölfusárbrú í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:16 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Boðað hefur verið til fundar meirihluta fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins um stöðu nýrrar Ölfusárbrúar í dag. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira