Vita ekki hvernig Rússar skilgreina gildi sín Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 13:45 Íslensk stjórnvöld vita ekki hvernig Rússar kjósa að skilgreina sín gildi sem stefna Íslands á að stangast á við. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín. Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira