Forsetinn Eto‘o fær ekki að mæta á leiki þjóðar sinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 23:03 Eto´o fær ekki að mæta á leiki hjá þjóð sinni næstu sex mánuðina. Ulrik Pedersen/Getty Images Samuel Eto‘o, fyrrverandi leikmaður Barcelona og Inter er í dag forseti Fecafoot, Knattspyrnusambands Kamerún. Hann hefur nú verið settur í sex mánaða bann af aganefnd FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og má ekki mæta á neina landsleiki hjá þjóð sinni. Hinn 43 ára gamli Eto‘o gerði garðinn frægan með Barcelona og Inter. Vann hann meðal annars þrennuna tvö ár í röð. Einnig spilaði hann fyrir Real Madríd, Chelsea og Everton ásamt öðrum félögum á glæstum ferli sínum. Þá spilaði hann 118 A-landsleiki fyrir Kamerún og skoraði í þeim 56 mörk. Eto´o ásamt Eiði Smára Guðjohnsen þegar þeir spiluðu með Barcelona.EPA/JUAN CARLOS CARDENAS Hann hefur verið forseti Fecafoot frá desember 2021en það hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. FIFA hefur nú dæmt framherjann fyrrverandi í hálfs árs bann frá öllum landsleikjum Kamerún, karla og kvenna í öllum aldursflokkum. Ástæðan er slæm hegðun Eto‘o í leik U-20 ára landsliðs kvenna í september síðastliðnum. Þá tapaði Kamerún 3-1 fyrir Brasilíu í framlengdum leik og var hegðun Eto‘o ekki boðleg þar sem hann lét leikmenn og aðra heyra það. Í frétt BBC, breska ríkisúvarpsins, um málið segir að FIFA hafi látið Eto´o vita af ákvörðuninni sem tók tafarlaust gildi. Fótbolti Kamerún FIFA Tengdar fréttir Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. 21. júní 2022 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Eto‘o gerði garðinn frægan með Barcelona og Inter. Vann hann meðal annars þrennuna tvö ár í röð. Einnig spilaði hann fyrir Real Madríd, Chelsea og Everton ásamt öðrum félögum á glæstum ferli sínum. Þá spilaði hann 118 A-landsleiki fyrir Kamerún og skoraði í þeim 56 mörk. Eto´o ásamt Eiði Smára Guðjohnsen þegar þeir spiluðu með Barcelona.EPA/JUAN CARLOS CARDENAS Hann hefur verið forseti Fecafoot frá desember 2021en það hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. FIFA hefur nú dæmt framherjann fyrrverandi í hálfs árs bann frá öllum landsleikjum Kamerún, karla og kvenna í öllum aldursflokkum. Ástæðan er slæm hegðun Eto‘o í leik U-20 ára landsliðs kvenna í september síðastliðnum. Þá tapaði Kamerún 3-1 fyrir Brasilíu í framlengdum leik og var hegðun Eto‘o ekki boðleg þar sem hann lét leikmenn og aðra heyra það. Í frétt BBC, breska ríkisúvarpsins, um málið segir að FIFA hafi látið Eto´o vita af ákvörðuninni sem tók tafarlaust gildi.
Fótbolti Kamerún FIFA Tengdar fréttir Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. 21. júní 2022 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. 21. júní 2022 07:30