Hilmar Árni var til viðtals við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik og var spurðuar að því fyrst hvort loka staðan hafi gefið rétta mynd af leiknum.
„Já mér fannst það. Þeir áttu reyndar margar sóknir í fyrri hálfleik en þeir eru öflugir í skyndisóknum og voru að búa til hættur þar en í seinni hálfleik þá vorum við betri og vorum að spila nokkuð góðan fótbolta. 3-0 já kannski of mikið en mér fannst við verðskulda sigur.“
Það má segja að þetta hafi verið hálfgerður úrslitaleikur upp á það að vera í baráttu um Evópusæti að ári.
„Já við þurftum að vinna, gerðum það og svo er það bara næsti leikur. Ég met stöðuna bara nokkuð góða upp á að ná þriðja sætinu. Við erum að fara í þrjá hörkuleiki við góð lið og ég held að þetta verði bara skemmtilegur endir.“
Hilmar átti frábæran leik í dag. Stýrði umferðinni á miðjunni, átti tvær stoðsendingar og var hársbreidd frá því að skora mark en tvöfalt stangarskot hans fór þó inn af Johannesi Vall. Hvernig er staðan á honum?
„Bara, mér líður vel og reyni að hafa gaman og þá kemur þetta“, sagði Hilmar Árni að lokum áður en hann hélt til liðsfélaga sinna og aðdáenda til að fagna.