Erlent

Á­rásir Ísraels­manna í Líbanon héldu á­fram í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísraelsher hefur safnað saman liði norðarlega í landinu síðustu daga, nærri landamærunum að Líbanon.
Ísraelsher hefur safnað saman liði norðarlega í landinu síðustu daga, nærri landamærunum að Líbanon. AP

Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna.

Samtökin segjast hafa skotið á ísraelska hermenn á móti og að barist hafi verið í landamærabænum Metula í morgun. Hezbollah hafi notast við eldlflaugar en svo virðist sem Ísraelsmenn hafi skotið þær flestar niður áður en þær ollu skaða.

Í myndbandi sem Ísraelsher birti í morgun sést herforingi ávarpa menn sína í nótt þar sem hann segir að eftir afmarkaðar aðgerðir í nótt séu stærri aðgerðir í uppsiglingu.

Þá hafa loftárásir á höfuðborgina Beirút haldið áfram einnig og hafa þær beinst að suðurhluta borgarinnar þar sem Hezbollah ráða ríkjum.

„Það er harðir bardagar í suðurhluta Líbanons, þar sem sveitir Hezbollah nota borgaraleg svæði og óbreytta borgara sem mannlega skildi,“ segir Avichay Adraee, talsmaður Ísraelshers á samfélagsmiðlinum X í morgun.

Áður hafði Ísraelsher ráðlagt íbúum í þremur hverfum borgarinnar að yfirgefa þau hið snarasta. Sömuleiðis hafa borist fregnir af loftárásum Ísraela á svæði í Sýrlandi en Ísralsher hefur ekki tjáð sig um þau mál. Ríkismiðlar þar í landi segja að þrír hafi látið lífið í árásunum.


Tengdar fréttir

Ísraelsher ræðst inn í Líbanon

Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×