Í beinni þegar tilkynnt var að hann væri rekinn Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 07:32 David Nielsen var í beinni útsendingu þegar Lilleström tilkynnti opinberlega um brottreksturinn. Skjáskot/TV2 Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum. „Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira