Uppsagnir hjá ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 10:30 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að áætlað sé að aðgerðirnar spari um 300 milljónir á ári. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk. Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk.
Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira