Körfubolti

Ljónagryfjan kvödd í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Emile Hesseldal og stöllur í Njarðvík fóru í úrslitaeinvígi við Keflavík í úrslitakeppninni í vor og töpuðu, rétt eins og í undanúrslitum VÍS-bikarsins.
Emile Hesseldal og stöllur í Njarðvík fóru í úrslitaeinvígi við Keflavík í úrslitakeppninni í vor og töpuðu, rétt eins og í undanúrslitum VÍS-bikarsins. vísir/Diego

Njarðvíkingar ætla að kveðja sinn fornfræga heimavöll, Ljónagryfjuna, í kvöld þegar keppni í Bónus-deild kvenna í körfubolta hefst.

Íþróttahús Stapaskóla, eða Stapagryfjan, verður nýr heimavöllur Njarðvíkinga í vetur og stendur til að vígsluleikurinn þar verði 12. október, þegar karlalið Njarðvíkur tekur á móti Álftanesi.

Kveðjuleikurinn í Ljónagryfjunni verður hins vegar í kvöld þegar kvennalið Njarðvíkur tekur á móti Grindavík. Eru Njarðvíkingar, ungir sem aldnir, hvattir til að fjölmenna og fylla stúkuna við þessi miklu kaflaskil, og minnast þeirra ótrúlegu augnablika sem orðið hafa til í hinni sögufrægu Ljónagryfju.

Njarðvík og Grindavík mættust einmitt í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð, þar sem Njarðvík hafði betur.

Fyrsti leikur kvennaliðs Njarðvíkur í nýju Stapagryfjunni verður svo gegn nýliðum Tindastóls, 15. október.

Fyrsta umferð Bónus-deildar kvenna

  • Þriðjudagur 1. október
  • 19.15 Haukar - Hamar/Þór
  • 19.15 Njarðvík - Grindavík
  • 19.15 Valur - Þór Akureyri
  • Miðvikudagur 2. október
  • 19.15 Aþena - Tindastóll
  • 19.15 Stjarnan - Keflavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×