Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2024 12:31 „Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun