Þetta segir Ægir Þór Eysteinsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
Hann segir að enginn hafi óskað eftir neyðaraðstoð enn sem komið er. Verði það gert, muni ráðuneytið gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða.
Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar.