Handbolti

Mag­deburg í úr­slit fjórða árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins.
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins. IHF

Magdeburg er komið í úrslit HM félagsliða í handbolta fjórða árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Al-Ahly.

Íslendingaliðið hefur unnið keppnina undanfarin tvö ár en átti erfitt uppdráttar framan af leik og var þremur mörkum undir í hálfleik, 12-15.

Í síðari hálfleik var meiri orka í Magdeburg á meðan leikmenn Al-Ahly urðu þreyttari og þreyttari. Tókst liðinu ekki að skora í rúmlega tíu mínútur og á þeim tíma sneri Magdeburg leiknum sér í hag.

Lokatölur 28-24 Magdeburg í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk í leiknum og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö.

Á fimmtudag fer úrslitaleikur mótsins fram þar sem Magdeburg mætir Bjarka Má Elíssyni og félögum í Veszprém. Þar getur Magdeburg tryggt sér sigur í keppninni þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×