„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 13:04 Kylie Jenner kom sýningargestum á óvart þegar hún gekk tískupallinn fyrir Coperni. Lyvans Boolaky/Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira