Kadetten er ríkjandi deildar- og bikarmeistari, undanfarin þrjú ár, og hefur byrjað nýtt tímabil vel með sjö sigra í átta leikjum. Suhr Aarau hefur byrjað tímabilið næst best, unnið fjóra af sjö leikjum sínum, og er í öðru sæti á eftir Kadetten.
En gestirnir reyndust ekki mikil fyrirstaða fyrir meistarana í dag, sem léku á hverjum fingri og fóru með afar öruggan ellefu marka sigur.
Óðinn fór mestan, með níu mörk í fjórtán skotum, þar af eitt af vítalínunni.