Erlent

Fimm látnir í Beirút eftir loft­á­rás á heilsu­gæslu

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Bygging í Beirút sem varð fyrir eldflaug í nótt.
Bygging í Beirút sem varð fyrir eldflaug í nótt. Ap/Hussein Malla

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna.

Fréttastofa BBC greinir frá. Ellefu hafa særst í árásunum í kvöld. Fimm eldflaugar sprungu í Dahieh-hverfi í suðurhluta borgarinnar. Ein eldflaug hafnaði á byggingu í miðborg Beirút, nokkrum metrum frá þinghúsi Líbanon. 

Talsmaður Ísraelshers, avichay Adraee, birti kort á X þar sem hann merkti þrjár byggingar sem skotmörk hersins. Hann varaði íbúa í grennd við byggingarnar að koma sér tafarlaust í minnst 500 metra fjarlægð frá byggingunum.

Ísraelsher gaf út viðvörun í morgun til íbúa í 20 bæjum í suðurhluta Líbanon um að flýja heimili sín. Viðvörununum var sérstaklega beint til þeirra sem búa nálægt innviðum Hezbollah.

Samkvæmt stjórnvöldum í Líbanon hafa þúsund íbúar drepist í árásum Ísraels á síðustu tveimur vikum. Um milljón manns eru á flótta vegna átakanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×