Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 4. október 2024 10:02 Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun