Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar 4. október 2024 11:00 Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marinó G. Njálsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun