Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar 4. október 2024 11:00 Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marinó G. Njálsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar