Lífið

Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag

Árni Sæberg skrifar
Forsetahjónin fyrrverandi virðast hafa skemmt sér konunglega.
Forsetahjónin fyrrverandi virðast hafa skemmt sér konunglega. X/ORGrimsson

Fyrrverandi forseti Íslands ákvað að skella sér á einhvers konar sæþotu eftir stíf fundahöld í allan dag, í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ólafur Ragnar Grímsson er í Dúbaí þessa dagana þar sem hann vinnur hörðum höndum að undirbúningi næsta Hringborðs norðurslóða, sem haldið verður í Hörpu dagana 17. til 19. október næstkomandi.

Hann greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að eftir fundahöld í allan dag hafi hann ákveðið að njóta lífsins í sjónum. Hann deilir myndskeiði af sjálfum sér á einhvers konar sæþotu, sem er nokkuð frábrugðin þeim sem fólk er vant. 

Þá sér Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, bregða fyrir í skamma stund í upphafi myndskeiðsins. Hún hefur valið sér einhvers konar sjóbretti. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dorrit stundar vatnaíþróttir en hún mundaði sjóskíði á setningarathöfn Siglingadaga á Ísafirði árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×