Innlent

Bein út­sending: Á­varp frá­farandi for­manns Vinstri grænna

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og fráfarandi formaður VG.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og fráfarandi formaður VG. Vísir/Bjarni

Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi.

Í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum segir að að loknu ávarpi formanns verði fundurinn lokaður öðrum en fundarmönnum.

Samkvæmt dagskrá verði fundi frestað klukkan 22 í kvöld og þá renni út frestur til að bjóða sig fram í stjórn.

Fundur haldi svo áfram á laugardagsmorgunn klukkan 8:30 og klukkan 15:30 verði stjórnarkjör og nýkjörinn formaður heldur ræðu. Svandís Svavarsdóttir hefur enn sem komið er ein gefið kost á sér í embætti formanns.

Guðmundur Ingi og Jódís Skúladóttir munu heyja baráttu um sæti varaformanns.

Ræðu Guðmundar Inga má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×