Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir að þremenningarnir hafi verið handteknir í umdæminu í gær, auk þess sem farið hafi verið fram á húsleitir á höfuðborgarsvæðinu.
„Lagt var hald á nokkuð af fíkniefnum í aðgerðum lögreglu, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Gæsluvarðhaldið var staðfest á grundvelli rannsóknarhagsmuna.