Heimakonur höfðu tapað öllum fjórum leikjum sínum síðan Bestu deildinni var skipt upp en gestirnir úr Laugardalnum höfðu að sama skapi ekki enn unnið leik síðan skiptingin átti sér stað.
Segja má að Þróttur hafi gert út um leikinn á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar liðið skoraði tvö mörk. Caroline Murray kom gestunum yfir eftir sléttan hálftíma og Sæunn Björnsdóttir tvöfaldaði forystuna skömmu síðar.
Staðan 0-2 í hálfleik og heimakonur aldrei líklegar til að jafna metin. Melissa Alison Garcia bætti þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin og lokatölur í Kaplakrika 0-3.