Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 21:04 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er mjög ánægð með listaverkið á vitanum frá Viðari Breiðfjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn. Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn.
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira