Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í nítjánda sinn í dag eftir markalaust jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar voru með eins stigs forystu í Bestu deildinni fyrir leikinn og dugði því jafntefli til að tryggja sér titilinn.
Eftir leikinn voru afhent einstaklingsverðlaun fyrir góða frammistöðu í Bestu deildinni á tímabilinu. Hin unga Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir fékk Icelandair-hornið svokallaða sem efnilegasti leikmaður deildarinnar en Hrafnhildur Ása er fædd árið 2006, lék 23 leiki fyrir Blika á tímabilinu og skoraði fjögur mörk.
Þá fékk markvörðurinn Telma Ívarsdóttir gullhanskann sem besti markvörður deildarinnar en Telma hélt alls tólf sinnum hreinu á tímabilinu og var frábær í úrslitaleiknum í dag.

Fyrr í dag var Sanda María Jessen leikmaður Þórs/KA kjörin besti leikmaður Bestu deildarinnar en hún átti frábært tímabil fyrir Akureyrarliðið.