Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 6. október 2024 13:31 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun