Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. október 2024 23:33 Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun